Enginn kuldapollur að hrella Íslendinga

Margir telja sumarið fara hægt af stað
Margir telja sumarið fara hægt af stað mbl.is/Kristinn Magnússon

Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur Vegagerðarinnar, vill ekki kannast við að neinn kuldapollur sé að hafa áhrif á veðrið núna. Slíkur pollur hafi oft verið sýnilegur í spám á árunum fyrir 2020, en hafi ekki sést síðan.

Hér sé um flókið ferli að ræða en ekki hægfara línulega þróun, pollurinn dúkki upp en hverfi síðan.

Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur.
Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur. mbl.is/Sigurður Bogi

Einar segir að í raun sé ágætisveður á Íslandi og að hitatölur nú í byrjun júní séu yfir meðallagi. Loft sem berst að landinu sé að upplagi hlýtt en kælist við snertingu við kaldan sjó og beri með sér lágskýjabreiðu. Ef kuldapollur væri til staðar þá væri sannarlega mun kaldara á Íslandi núna.

Myndun slíkra kuldapolla verður til með flóknu samspili vegna bráðnunar íss, breyttra hafstrauma og hærra loftslags. Þá geti myndast svæði sem samtal þeki um 5-10% jarðarinnar, þar sem minni áhrifa hækkandi loftslags gætir og jafnvel sé þar kaldara en ella.

mbl.is