Barokktónlist og „kvadriljur“ á sænska þjóðhátíðardaginn

Sænski tónlistarhópurinn Ensemble Zellbell, fluttu barokktónlist á þjóðhátíðardaginn og voru …
Sænski tónlistarhópurinn Ensemble Zellbell, fluttu barokktónlist á þjóðhátíðardaginn og voru liðsmenn hans klæddir í takt við tíðarandann. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sænska þjóðhátíðardeginum, eða degi sænska fánans var fagnað hér á landi bæði á Þjóðminjasafni Íslands og í Norræna húsinu. Dagurinn merkir 500 ár síðan Gustav Vasa var kjörinn konungur landsins og Svíþjóð sleit sig frá Noregi og Danmörku og lýsti yfir sjálfstæði, árið 1523. 

Sænska sendiráðið stóð fyrir hátíðarhöldum og blásið var til tónleika og danssýningar á Þjóðminjasafninu fyrr í dag og í Norræna húsinu í kvöld. Tónlist og dansar frá tímum sænska grasafræðingsins Daniel Solander voru sýnd, en Solander kom til Íslands árið 1772 í vísindaleiðangur.

Dansarar úr Þjóðdansafélagi Reykjavíkur, sýndu norræna gagndansa, eða svokallaðar kvadrillur.
Dansarar úr Þjóðdansafélagi Reykjavíkur, sýndu norræna gagndansa, eða svokallaðar kvadrillur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Búningar í takt við tíðaranda

Að sögn Ingibjargar Björnsdóttir ballettkennara sem hefur veitt aðstoð í aðdraganda viðburðarin, eru sýningarnar hluti af stærra verkefni hjá sænska sendiráðinu.  

Verkefnið nefnist Solander 250, sem fagnar 250 árum síðan leiðangurs Solander, en verkefnið hófst 2022. Í tilefni þess hefur sendiráðið skipulagt sýningar um allt land um leiðangra Solander, og var því ákveðið slá tveimur slíkum upp í tilefni þjóðhátíðardagsins.

Sænski tónlistarhópurinn Ensemble Zellbell, flutti barokktónlist fyrir viðstadda og voru flytjendur klæddir í búninga í takt við tíðarandann. Hún segir Ísland vera fyrsta viðkomustaðinn á ferðalagi hópsins um Norðurlöndin til að sýna listir sínar. 

Ingibjörg segir hópinn einnig hafa sýnt norræna gagndansa, eða svokallaðar „kvadriljur“, en dansararnir voru flestir fengnir úr Þjóðdansafélagi Reykjavíkur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert