Maðurinn sem fannst látinn reyndist vera Modestas

mbl.is

Maðurinn sem fannst látinn í fjörunni við Straumseyri rétt við Borgarnes þann 13. apríl var Modestas Antanavicius, 46 ára karlmaður, sem hvarf 7. janúar.

Þetta staðfestir lögreglan á Vesturlandi í tilkynningu á Facebook-síðu sinni.

Andlátið ekki borið að með saknæmum hætti

Umfangsmikil leit hófst eftir að Modestas hvarf í janúar án árangurs. Í tilkynningu lögreglu kemur fram að ekki sé talið að lát Modestas hafi borið að með saknæmum hætti.

„Lögreglan á Vesturlandi naut aðstoðar kennslanefndar ríkislögreglustjóra, tæknideildar lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu og réttarmeinadeildar við rannsókn málsins,“ segir í tilkynningunni.

Modestas Ant­ana­vicius.
Modestas Ant­ana­vicius. Ljósmynd/Lögreglan
mbl.is