Rafsuðuvél stolið í Grafarvogi

Lögreglan að störfum.
Lögreglan að störfum. mbl.is/Hari

Tilkynnt var um innbrot og þjófnað í Grafarvogi um hálfellefuleytið í gærkvöldi. Brotist hafði verið inn á verkstæði og stolið þaðan rafsuðuvél.

Langt yfir hámarkshraða

Ökumaður var stöðvaður fyrir of hraðan akstur í hverfi 104 í Reykjavík upp úr klukkan eitt í nótt. Hann ók á 133 km hraða þar sem hámarkshraði er 60 km/klst.

Ökumaðurinn var sviptur ökuréttindum.

Laust fyrir klukkan sjö í gærkvöldi var tilkynnt um mann sem hafði notið veitinga á veitingastað í miðbæ Reykjavíkur og neitaði svo að borga fyrir þær.

mbl.is/Ari

Um hálfáttaleytið í gærkvöldi var tilkynnt um mann í annarlegu ástandi sem neitaði að yfirgefa veitingastað í hverfi 104. Honum var vísað út af lögreglu, að því er segir í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Tilkynnt var um umferðarslys í miðbæ Reykjavíkur um eittleytið í nótt. Engin slys urðu á fólki. Bifreiðarnar voru fjarlægðar með dráttarbifreið.

Um sjöleytið í gærkvöldi var tilkynnt um þjófnað úr verslun í hverfi 201 í Kópavogi. Málið var afgreitt á vettvangi.

Þá var maður handtekinn í Breiðholti vegna gruns um að selja fíkniefni og peningaþvætti. Hann gistir fangageymslu lögreglu.

Þrír ökumenn voru sömuleiðis handteknir vegna gruns um akstur undir áhrifum vímuefna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert