Hiti gæti farið upp í 18 stig

Skýjað að mestu en úrkomulítið í dag.
Skýjað að mestu en úrkomulítið í dag. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Búast má við hægri suðlægri átt í dag, skýjað verður að mestu en úrkomulítið. Eftir hádegi verður vaxandi sunnanátt á vestanverðu landinu og fer að rigna þar seinnipartinn.

Hiti verður á bilinu 10 til 18 stig, hlýjast eystra, að því er segir í veðurspá Veðurstofu Íslands.

Veðrið á fimmtudag og föstudag er mjög svipað. Sunnan og suðvestan 8-15 m/s og rigning eða súld en hægari og úrkomuminna austantil. Hiti breytist lítið.

Það dregur úr úrkomu aðfaranótt laugardags. Þá má búast við vestlægri átt 5-13 m/s, víða bjart en dálítil væta norðaustanlands í fyrstu. Heldur svalara með hita 5 til 12 stig.

Á sunnudag og mánudag verður fremur hæg breytileg átt, bjart að mestu og hlýrra, hiti 10 til 18 stig en allt að 21 stigi eystra á mánudag.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is