Áróra Rós ráðin deildarstjóri næringarstofu

Áróra Rós Ingadóttir, nýr deildarstjóri næringarstofu Landspítala.
Áróra Rós Ingadóttir, nýr deildarstjóri næringarstofu Landspítala.

Áróra Rós Ingadóttir hefur verið ráðin deildarstjóri næringarstofu Landspítala.

Áróra tekur við starfinu af Ingibjörgu Gunnarsdóttur 1. júlí, en fyrir er hún lektor í klínískri næringarfræði við matvæla- og næringarfræðideild HÍ og hefur verið aðstoðardeildarstjóri næringarstofu Landspítala frá 2021.

Hún hefur hlotið margvíslegar viðurkenningar fyrir störf sín og hefur birt fjölda vísindagreina, en þar að auki hefur hún reynslu af kennslu- og stjórnendastörfum.

mbl.is