„Húsnæðið okkar er sprungið“

Framkvæmdir eru hafnar við að tengja saman Ármúla 7 og …
Framkvæmdir eru hafnar við að tengja saman Ármúla 7 og 9. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Húsnæðið okkar er sprungið,“ segir Sigurður Ingibergur Björnsson, framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Ármúla, í samtali við Morgunblaðið.

Verið er að stækka húsnæði Klíníkurinnar úr 2.400 fermetrum í rúmlega 7.000 fermetra með kaupum á byggingu við Ármúla 7 sem er við hliðina á Klíníkinni. Tengibygging verður byggð þar á milli en einnig er verið að byggja hús á baklóð Ármúla 7 sem er 800 fermetrar að grunnfleti á þremur hæðum.

Við Klíníkina starfa samtals um 70 starfsmenn en búist er við því að starfsmannafjöldi verði um 130 eftir stækkunina. Sigurður Ingiberg væntir þess að Klíníkin fái nýja húsnæðið til notkunar haustið 2024.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: