Rannsókn lokið í Dubliner-málinu

Skemmtistaðurinn The Dubliner.
Skemmtistaðurinn The Dubliner. mbl.is/Kristinn Magnússon

Rannsókn er lokið á atviki sem átti sér stað á skemmtistaðnum The Dubliner í mars, þegar maður hleypti af skoti inni á staðnum. Málið er nú komið til héraðssaksóknara.

Þetta staðfest­ir Grím­ur Gríms­son, yf­ir­lög­regluþjónn hjá lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu, í svari við fyrirspurn mbl.is.

Maður­inn sem grunaður var um að hafa hleypt af skotinu er því enn í varðhaldi, sem var framlengt þann 6. júní. Hann hefur setið varðhald frá 13. mars og hefur það verið framlengt þrívegis síðan þá.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert