Harmar ákvörðun Vegagerðarinnar

Topphóll í Hornafirði.
Topphóll í Hornafirði. Ljósmynd/Aðsend

Bæjarstjórn Hornafjarðar harmar ákvörðun Vegagerðarinnar um að rífa niður Topphól við framkvæmdir um Hornarfjarðarfljót. Hóllinn hefur tilfinningalegt gildi fyrir marga íbúa Hornafjarðar, en munnmæli herma að í honum sé að finna álfakirkju.

Mikilvægt að bregðast við

Nýlega birti Sigurjón Andrésson, bæjarstjóri Hornafjarðar og stjórnarformaður Náttúrustofu Suðausturlands, færslu á Fésbókarsíðu sinni þar sem hann greindi frá erindi Náttúrustofu sem sent var til Minjastofnunar fyrr á þessu ári. Í erindinu var sérstaða jarðfræði og söguminja Topphóls rakin en Minjastofnun sá ekki ástæðu til þess að varðveita hólinn.

„Af samtölum við heimamenn er ljóst að hóllinn hefur mikið tilfinningalegt gildi fyrir þá. Munnmæli um hólinn sem álfakirkju gætu verið eldri en hundrað ára en þó er ógerlegt að staðfesta það. Sökum óvissu um aldur minjanna og vegna þess að minjarnar voru ekki skráðar og framkvæmdir því langt komnar heimilar Minjastofnun að minjar þessar víki,“ er haft eftir svari Minjastofnunar í færslu Sigurjóns.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert