Umferðin að aukast á Suðurlandi

Þung umferð er um Selfoss og hefur hún verið að aukast með deginum, en stærsta ferðahelgi landsmanna er gengin í garð.

Blaðamaður mbl.is ræddi við Odd Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, á Selfossi í dag.

Lögreglan leggur áherslu á það um helgina að fylgjast með ökuhraða, réttindi ökumanna og að þeir séu í lagi við aksturinn.

Oddur segir markmiðið vera að það fari enginn út í umferðina nema hann sé til þess bær að aka.

Hann biðlar til ökumanna að fylgja umferðarreglum og að þeir séu ekki að reyna mikinn framúrakstur, sem skili mönnum ekki langt í svo þéttri umferð.

Viðtal við Odd Árnason yfirlögregluþjón má sjá hér að ofan

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert