Sveitarfélögin í mjög erfiðri stöðu

Regína Ásvaldsdóttir, formaður stjórnar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.
Regína Ásvaldsdóttir, formaður stjórnar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Regína Ásvaldsdóttir, formaður stjórnar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH), segir að ekki sé hægt að velta málefnum hælisleitenda yfir á sveitarfélögin.

Í yfirlýsingu sem SSH sendu frá sér í gær segjast samtökin harma stöðu þeirra hælisleitenda sem njóta ekki lengur grunnþjónustu samkvæmt breyttum útlendingalögum, en mótmæla á sama tíma afstöðu ríkisins, enda hafi ekkert samtal farið fram um hvað taki við hjá þessum hópi fólks.

„Við höfum þegar fengið viðbrögð frá dómsmálaráðherra og munum hitta hana á föstudaginn,“ segir Regína. Hún segist ekki enn hafa heyrt í félags- og vinnumálaráðherra, Guðmundi Inga Guðbrandssyni. Guðmundur Ingi gaf ekki kost á viðtali við vinnslu fréttarinnar og var erindið ekki tekið fyrir á hans borði í dag.

Regína kvartar yfir því að ekkert samráð hafi átt sér stað við sveitarfélögin áður en til framkvæmdar laganna kom. Sum sveitarfélög hafi þegar slæma reynslu, líkt og Reykjavíkurborg. Þau hafi tryggt gistingu fyrir útlendinga í sérstökum aðstæðum en ekki fengið það endurgreitt frá ríki. „Það er þá mat ríkisins að sveitarfélögin eigi ekki að sinna þessu af því að um einstaklinga sé að ræða sem fengið hafa brottvísun.“

Þýðir ekki að benda á annan

Líkt og fram hefur komið missa þeir hælisleitendur sem fengið hafa endanlega synjun um alþjóðlega vernd alla þjónustu þegar 30 dagar eru liðnir. Í yfirlýsingu SSH segir að fólkið hafi misst framfæri sitt hjá ríkinu og sé án kennitölu og réttinda í landinu. Sveitarfélögin séu því sett í afar erfiða stöðu gagnvart þeim hópi.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert