Slegin yfir fréttum af riðuveiki

Unnur Valborg Hilmarsdóttir, sveitarstjóri Húnaþings vestra, segist slegin yfir þeim …
Unnur Valborg Hilmarsdóttir, sveitarstjóri Húnaþings vestra, segist slegin yfir þeim fregnum að riðuveiki hafi greinst á bænum Stórhóli. Samsett mynd

Sveitarstjóri Húnaþings vestra segist slegin yfir þeim tíðindum að riðuveiki hafi greinst á bæ í sveitarfélaginu. Hún segir sveitarfélagið munu styðja við bændurna.

Riða greindist í einu skimunarsýni frá bænum Stórhóli og barst Matvælastofnun tilkynning þess efnis fyrir helgi. 

Aðgerðir skipulagðar

„Við erum auðvitað mjög slegin og hugsum hlýtt til bændanna sem eru að verða fyrir þessum hörmungum,“ segir Unnur Valborg Hilmarsdóttir, sveitarstjóri Húnaþings vestra, í samtali við mbl.is.

Málið er á frumstigi og MAST skipuleggur nú aðgerðir. 

„Sveitarfélagið hefur ekki aðkomu að þessu nema að það verði einhver vandræði með förgun á hræjunum en aðgerðir eru allar í höndum Matvælastofnunar,“ segir Unnur Valborg.

„Við erum auðvitað til stuðnings fyrir bændurna og leggjum þeim lið eins okkur er fært.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert