„Þetta virðist vera frekar stór viðburður“

Stöðug jarðskjálftavirkni mælist á Reykjanesskaga.
Stöðug jarðskjálftavirkni mælist á Reykjanesskaga. Ljósmynd/map.is

Stöðug jarðskjálftavirkni hefur mælst frá miðnætti að sögn Sigríðar Kristjánsdóttur, náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands, en mælst hafa á milli 500-600 skjálftar.

Segir hún virknina hafa verið mesta suðvestan við Grindavík. 

Stærsti skjálftinn í nótt 4,4 að stærð

„Dýpið hefur ekkert verið að minnka neitt áberandi, það er í kringum 5 kílómetra dýpi. Síðustu tvo klukkutímana hafa skjálftarnir verið allir undir 3,5 að stærð en það kom einn sjö mínútur í fimm í nótt sem var 4,4. Hann var fyrir suðvestan Grindavík og út í sjó,“ segir Sigríður.

Spurð að því hvort kvikugangurinn undir Grindavíkurbæ sé mikill segir Sigríður að hann nái frá Sundhnúkagígaröðinni og suðvestur eftir.

„Þetta virðist vera frekar stór viðburður,“ segir hún.

Stöðufundur Veðurstofunnar og almannavarna verður haldinn klukkan 9:30.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert