Virknin á umbrotasvæðinu stöðug

Kortið sýnir áætlaða legu kvikugangs við Grindavík.
Kortið sýnir áætlaða legu kvikugangs við Grindavík. Kort/Veðurstofa Íslands

Um 900 jarðskjálftar hafa mælst á svæðinu í kringum Grindavík frá miðnætti. Skjálftavirkni á umbrotasvæðinu hefur verið stöðug frá 11. nóvember. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. 

Skjálftavirknin er dreifð um suðurhluta gangsins á milli Sundhnúks og Grindavíkur á um 2-5 km dýpi. ​

Megin uppstreymissvæði kviku við miðju kvikugangsins

Enn mælist hæg minnkandi aflögun við Grindavík. Gliðnun er mest við miðju gangsins við Sundhnjúk þar sem megin uppstreymissvæði kviku er talið vera. 

Það er mat Veðurstofunnar að virknin í og við Grindavík sé nánast óbreytt frá því í gær. Fylgst er gaumgæfilega með öllum mælakerfum í rauntíma, sér í lagi við Grindavík, sem gætu bent til breytinga á stöðunni. ​

Fjölmennt lið björgunarsveita er á vettvangi.
Fjölmennt lið björgunarsveita er á vettvangi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Vakt Veðurstofunnar einbeitir sér sérstaklega að svæðinu í og við Grindavík og sinnir sérstakri vöktun viðbragðsaðila á staðnum sem sinna aðgerðum á staðnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert