Glimmermálið til meðferðar hjá héraðssaksóknara

Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn alþjóðasviðs ríkislögreglustjóra, segir glimmermálið varða 106. …
Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn alþjóðasviðs ríkislögreglustjóra, segir glimmermálið varða 106. og 122. grein hegningarlaga sem snúa ýmist að brotum gegn valdstjórninni eða að brotum á almannafriði og allsherjarreglu. Ljósmynd/Aðsend

Hið svokallaða glimmermál er komið til rannsóknar og meðferðar hjá héraðssaksóknara. Þetta staðfestir Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn alþjóðasviðs ríkislögreglustjóra, í samtali við Morgunblaðið.

Um er að ræða atvik sem átti sér stað í síðustu viku þegar mótmælandi þeytti rauðu glimmeri yfir Bjarna Benediktsson utanríkisráðherra á hátíðarfundi í Veröld – húsi Vigdísar.

Varðar allt að sex ára fangelsi

Karl segir málið varða 106. og 122. grein hegningarlaga sem snúa ýmist að brotum gegn valdstjórninni eða að brotum á almannafriði og allsherjarreglu. Þar af leiðandi sé málið sent frá lögregluembættinu til héraðssaksóknara sem annast rannsókn á brotum sem þessum.

Samkvæmt sömu ákvæðum getur sá brotlegi átt yfir höfði sér tveggja til sex ára fangelsisvist.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert