Ótrúlegt sjónarspil af gosinu séð frá Reykjanesbæ

„Ég var bara í sturtu þegar konan kallaði á mig …
„Ég var bara í sturtu þegar konan kallaði á mig að þetta væri byrjað,“ segir Sævar. Ljósmynd/Sævar Baldursson

Sævar Baldursson, íbúi í Ytri-Njarðvík í Reykjanesbæ, segir í samtali við mbl.is að sjónarspil eldgossins sé ótrúlegt. Að hann best getur séð hefur sprungan verið að lengjast í báðar áttir frá því að gosið hófst.

Af stað með miklum krafti

„Ég var bara í sturtu þegar konan kallaði á mig að þetta væri byrjað,“ segir Sævar og bætir því að gosið hafi farið af stað með miklum krafti.

Hann hefur tekið ótrúlegar myndir og myndbönd frá Ytri-Njarðvík sem sýna gosið.

Sævar kveðst ekki finna fyrir loftmengun en ekki er mikill vindur úti og vindáttin virðist vera frá Reykjanesbæ.

Nágranni Sævars tók þess mynd um klukkan 23.30.
Nágranni Sævars tók þess mynd um klukkan 23.30. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert