Forsíða Morgunblaðsins: Nístandi óvissa

Frá íbúafundi Grindvíkinga í Laugardalshöll í gærkvöldi.
Frá íbúafundi Grindvíkinga í Laugardalshöll í gærkvöldi. mbl.is/Árni Sæberg

Langþreyta Grindvíkinga einkenndi fjölmennan íbúafund sem haldinn var í Laugardalshöll síðdegis í gær.

Um þetta er fjallað á forsíðu Morgunblaðsins í dag, undir mynd Árna Sæbergs ljósmyndara sem tekin var á fundinum.

Áfram fjallað ítarlega um hamfarirnar

Íbúar beindu spurningum sínum að jarðvísindamönnum og fulltrúum stjórnvalda og lýstu um leið ítrekað vonbrigðum sínum við þá ráðherra ríkisstjórnarinnar sem sátu fundinn.

Sumir voru klökkir er þeir tóku til máls og ljóst er að Grindvíkingar eru margir í nístandi óvissu um framtíð sína og húsnæðismöguleika.-

Ítarlega er fjallað um hamfarirnar í og við Grindavík í Morgunblaðinu í dag, eins og í blöðum síðustu daga, í máli og myndum.

Á meðal efnistaka í blaðinu í dag:

  • Í viðtali við Þorvald Þórðarson eldfjallafræðing er vikið að því hvernig hann telur varnargarðana á Reykjanesskaga einstaka á heimsvísu. Þorvaldur segir enn fremur að breyta þurfi um hugsunarhátt.
  • Rætt er við framkvæmdastjóri fiskeldis hjá Samherja, en bleikjueldi fyrirtækisins er inni á lokunarsvæðinu.
  • Ingibergur Þ. Jónasson, formaður körfuknattleiksdeildar UMFG, er tekinn tali um hvernig gengið hafi að skipuleggja starf félagsins síðustu mánuði.
  • Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, er spurður um stöðuna á íbúðamarkaðinum og þörf Grindvíkinga fyrir húsnæði til búsetu til lengri tíma litið.
  • Monika Hjálmtýsdóttir, fasteignasali og formaður Félags fasteignasala, ræðir einnig við Morgunblaðið um framboð fasteigna fyrir brýna þörf Grindvíkinga.
  • Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir neyðarlög vegna hamfaranna í Grindavík geta gengið fram fyrir vantrauststillögu á hendur Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra.
  • Páll Einarsson, prófessor emeritus í jarðeðlisfræði, talar um möguleikann á stærri gosum á Reykjanesskaga í framtíðinni og um fyrirvara gossins í Hagafelli 14. janúar.
  • Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokks, ritar grein í blaðið og segir meðal annars að ríkið eigi að bjóðast til að kaupa allt íbúðarhúsnæði í Grindavík, fyrir utan það sem Náttúruhamfaratrygging hafi dæmt ónýtt og muni því bæta.

Blað dagsins má lesa hér.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert