Fimmtán skjálftar í kvikuganginum

Hraun rann inn í Grindavík í janúar.
Hraun rann inn í Grindavík í janúar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fimmtán jarðskjálftar hafa orðið í kvikuganginum við Svartsengi frá miðnætti. 

Að sögn Bjarka Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands, voru þeir allir litlir.

Hann segir nóttina hafa verið rólega á svæðinu en bætir við að Veðurstofan fylgist áfram grannt með gangi mála.

Um 8,5 til 9 millj­ón­ir rúm­metr­ar af kviku höfðu í gær safn­ast und­ir Svartsengi, sam­kvæmt lík­an­reikn­ing­um. Í fyrri elds­um­brot­um á Reykja­nesskag­an­um hef­ur gos brot­ist út þegar kviku­magnið hef­ur náð 8 til 13 millj­ón­um rúm­metra.

Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði, spáði í því í samtali við mbl.is á miðvikudag að það myndi gjósa í dag. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert