Línur að skýrast í samningum en hið opinbera eftir

Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari.
Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Samtök atvinnulífsins (SA) og verslunarmenn undirrituðu kjarasamning í fyrrinótt og með því hafa SA nú samið við langstærstan hluta félaga á almennum vinnumarkaði. Búið er að semja við 115 til 120 þúsund manns, að sögn ríkissáttasemjara, en hjá aðildarfyrirtækjum SA starfa um 70% launafólks á almennum vinnumarkaði.

Í grófum dráttum má því segja að búið sé að loka samningum á almennum vinnumarkaði. Fram undan eru samningar við stéttarfélög þeirra sem starfa innan opinbera geirans. Það eru þá meðal annars samningar við BHM – Bandalag háskólamanna, BSRB og Kennarasamband Íslands. Innan þeirra vébanda eru um 40 þúsund manns.

Breiða línan mörkuð

Sem kunnugt er kláruðust langtímasamningar SA við breiðfylkingu stéttarfélaga á almennum vinnumarkaði og fagfélögin á dögunum. Nýir kjarasamningar ná til félagsmanna Starfsgreinasambands Íslands, Eflingar, Samiðnar, Rafiðnaðarsambands Íslands, MATVÍS, Grafíu, VM og VR/LÍV.

Atkvæðagreiðsla og kynning á samningunum fer nú af stað innan SA, breiðfylkingar og fagfélaganna. Telja SA sterkar líkur á því að samningarnir verði samþykktir með miklum meirihluta. Hvort það gerist á eftir að koma í ljós. Tónninn í yfirlýsingu stjórnar VR frá í gær er að minnsta kosti ekki jákvæður. SA hafi reynt að „kúga launafólk“ með því að efna til atkvæðagreiðslu um verkbann. Jafnframt segist VR vera alfarið á móti því að aðgerðir stjórnvalda verði fjármagnaðar með niðurskurði eða skattahækkunum.

Hægt er að nálgast umfjöllunina í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert