Óvissustig vegna snjóflóðahættu á Vestfjörðum

Gangi spáin eftir verður sérstaklega fylgst með stöðunni á Súðavíkurhlíð, …
Gangi spáin eftir verður sérstaklega fylgst með stöðunni á Súðavíkurhlíð, Flateyrarvegi og Raknadalshlíð í Patreksfirði vegna mögulegrar snjóflóðahættu. mbl.is/Hallur Már

Veðurstofa Íslands hefur lýst yfir óvissustigi vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu á norðanverðum Vestfjörðum frá kl. 10 á morgun.

Lögreglan á Vestfjörðum vekur athygli á þessu á Facebook-síðu sinni.

„Veðurspá gerir nú ráð fyrir versnandi veðri í nótt með hvassviðri og snjókomu sem færast muni í aukana og vara fram á mánudagskvöld. Þá verður einnig sérstaklega fylgst með stöðunni á Súðavíkurhlíð, Flateyrarvegi og Raknadalshlíð í Patreksfirði vegna mögulegrar snjóflóðahættu gangi spáin eftir,“ segir í færslu lögreglunnar á Facebbok.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert