Öryggisvakt við hrauntunguna

Freyr Ingi (í miðjunni) að störfum í gær.
Freyr Ingi (í miðjunni) að störfum í gær. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Öryggisvakt á vegum almannavarna hefur verið við hrauntunguna sem rennur suður úr eldgosinu í Sundhnúkagígaröðinni.

Að sögn Freys Inga Björnssonar, öryggisstjóra almannavarna í Grindavík, hafa verið settir niður hælar og stikur við hraunjaðarinn sem rennur í suðurátt til að átta sig á hvert hraunið rennur og hversu langt.

Hann segir mikilvægt að setja niður fastmerki og tímasetja skriðhraðann til að átta sig á framskriði tungunnar. Einnig þurfi öryggisvaktin að fylgjast með fjölmiðlum á svæðinu. 

Vegna þess hve vindáttin var hagstæð var hægt að vera við hrauntunguna í gær og í morgun, allt þar að ákveðið var banna þar aðgengi í öryggisskyni vegna loftmengunar og hættu á að hraunpollar geti skriðið fram.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert