Telja að Suðurstrandarvegurinn sleppi

Hraun hefur runnið til suðurs og er nú skammt frá …
Hraun hefur runnið til suðurs og er nú skammt frá Suðurstrandarvegi. mbl.is/Hörður Kristleifsson

Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra kveðst ánægð að sjá hve vel varnargarðarnir hafi haldið og að þær ákvarðanir sem hafi verið teknar í tengslum við uppbygginginu varna við Grindavík og Svartsengi hafi skilað miklum árangri. 

Til skoðunar er þó hvort nauðsynlegt sé að styrkja og hækka varnargarðana sem fyrir eru en áhyggjur hafa verið uppi um hrauntjarnirnar sem mynduðust við garðana. 

„Ef að [hrauntjarnirnar] myndu gefa sig gæti það haft veruleg áhrif en akkúrat eins og staðan er núna þá teljum við að Suðurstrandarvegurinn muni sleppa,“ segir Guðrún.

Kort/mbl.is

Stöðumat á mánudagsmorgni

Fundur ríkisstjórnarinnar var haldinn í morgun og samkvæmt dagskrá á vef Stjórnarráðsins voru jarðhræringar á Reykjanesskaga til umræðu.

„Þetta var stöðumat á mánudagsmorgni í framhaldi af atburðum helgarinnar,“ segir Guðrún spurð út í hvað hafi verið rætt í tengslum við jarðrhæringarnar. Engar ákvarðanir hafi verið teknar í tengslum við frekari uppbyggingu varna á svæðinu.

Meiri gasmökkur en áður

Hefurðu áhyggjur af því að fólk sé að dvelja á svæðinu?

„Það sem var óvenjulegt núna var að það var meiri gasmökkur heldur en í öðrum gosum og fyrirvarinn var enginn. Við erum búin að læra öll gríðarlega mikið í vetur, þannig að ég er ánægð með hvað rýming gekk vel, hvort sem það var á Svartsengissvæðinu eða í Grindavík, ég held að það hafi bara verið gist í þremur húsum og fólk hafi verið búið að koma sér í burtu. Nú eru vísbendingar um að kvikusöfnun muni halda áfram og á meðan að það eru opið á þennan krana í kvikuhólfið megum við búast við síendurteknum atburðum.“

Í framhaldinu sé til skoðunar hvort að styrkja þurfi varnargarðana og verja lagnir á svæðinu frekar en 

„Það er búið að fergja Njarðvíkurlögnina en það er gríðarlegur hiti sem þessu fylgir. Við munum halda áfram að reyna eftir öllum mætti mikilvæga innviði á svæðinu.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert