Rufu útsendingu: „Lent í ofboðslegu skýi“

Gunnhildur á vettvangi.
Gunnhildur á vettvangi. Skjáskot/Ríkisútvarpið

Gunnhildur Kjerúlf Birgisdóttir fréttakona á Ríkisútvarpinu var í beinni útsendingu við Melhólsnámu er hraun byrjaði að flæða ofan í námuna.

„Það var að gerast rétt í þessu að hraunið var að renna ofan í námuna fyrir aftan þannig við erum lent í ofboðslegu skýi,“ sagði Gunnhildur í kvöldfréttatíma sjónvarpsins um leið og skipt hafði verið yfir til hennar.

Á sama tíma byrjuðu gasmælar að flauta og var því ákveðið að rjúfa tímabundið útsendingu frá vettvangi.

Laus jarðvegur að rjúka upp

Síðar í fréttatímanum var vikið aftur að Gunnhildi, þegar skýið hafði liðið hjá.

Jón Haukur Steingrímsson jarðverkfræðingur, sem var til viðtals, útskýrði þá að rykskýið hefði verið laus jarðvegur úr námunni að rjúka upp en ekki komið til vegna ösku úr gosinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert