Tæpar 4 milljónir í styrki á 5 mánuðum

Styrkfjárhæðin nemur tæpum fjórum milljónum króna á þessu tímabili.
Styrkfjárhæðin nemur tæpum fjórum milljónum króna á þessu tímabili. mbl.is/​Hari

Alls hafa 48 manns þegið styrk frá Vinnumálastofnun til að sækja námskeið hjá ökuskólum til öflunar réttinda til leigubílaaksturs og meiraprófs sl. fimm mánuði, þ.e. frá október 2023. Styrkfjárhæðin nemur tæpum fjórum milljónum króna á þessu tímabili.

Tæplega 70% styrkþega eru útlendingar. Þetta kemur fram í svari Vinnumálastofnunar við fyrirspurn Morgunblaðsins.

Spurt var um fjölda þeirra sem fengið hafa fjárstyrk til að sækja námskeið sem veita réttindi til leigubílaaksturs frá árinu 2020, fjárhæð styrkja og þjóðerni styrkþega.

Í svari stofnunarinnar kemur fram að umbeðnar upplýsingar séu einungis til frá október 2023 þar sem styrkgreiðslur þessar hafa ekki verið sundurliðaðar eftir tegund námskeiða eða upprunalandi styrkþega fyrr en nýlega.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu sem kom út í gær, fimmtudag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert