Háskólasamfélagið breytti Akureyri

Komnar eru fram hugmyndir um að Akureyri verði næsta borg á Íslandi. Starfshópur sem innviðaráðherra skipaði til að móta borgarstefnu lagði til að Akureyri verði næsta borg á Íslandi.

Ragnar Gunnarsson er borinn og barnfæddur á Akureyri og einnig brottfluttur. Hann segist setja spurningamerki við það að gera Akureyri að borg. „Ég veit ekki um neina borg í heiminum sem telur tuttugu þúsund manns,“ segir Raggi Sót og segir að vissulega sé Akureyri höfuðstaður Norðurlands en hann hefur aldrei um svo fámenna borg.

Þegar Raggi ólst upp á Akureyri segir hann að óttalegur smáborgarabragur hafi verið á bænum. Allir voru mættir út á morgnana klukkan tíu á frídögum að þrífa og bóna bílana. Í minningunni var gestrisni ekki mikil og einungis þeir sem voru bornir og barnfæddir töldust heimamenn. Allir aðrir voru aðkomumenn.

Hann segir að mikil breyting hafi orðið á og rekur það fyrst og fremst til háskólasamfélagsins sem hafi myndast á Akureyri. Það hafi haft í för með sér miklar breytingar. Hann nefnir sem dæmi að nú sé erfitt að komast að á veitingastöðum ætli fólks sér út að borða.

Raggi Sót var gestur Dagmála og ræddi mörg þau mál sem ofarlega eru á baugi í þjóðfélaginu í dag. Viðtalsbrotið sem fylgir þessari frétt er um hina væntanlegu borg fyrir norðan og muninn á Akureyringum og Reykvíkingum.

Áskrifendur Morgunblaðsins hafa aðgang að þættinum í heild sinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert