Listamenn fagna fjölgun launasjóða

Íslenskir listamenn fagna áformum stjórnvalda um að fjölga starfslaunasjóðum og …
Íslenskir listamenn fagna áformum stjórnvalda um að fjölga starfslaunasjóðum og mánaðarlaunum sem úr þeim verða greidd. mbl.is/Kristinn Magnússon

Íslenskir listamenn fagna almennt frumvarpsdrögum, sem Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra hefur birt í samráðsgátt stjórnvalda um að að stofnaðir verði þrír nýir launasjóðir listamanna sem starfslaun eru veitt úr.

Frumvarpið gerir ráð fyrir því að einn þesara sjóða verði fyrir kvikmyndahöfunda og hinir tveir verði þverfaglegir sjóðir, annars vegar sjóður að nafni Vöxtur, sem ætlaður er ungum og upprennandi listamönnum, hins vegar sjóður að nafni Vegsemd, fyrir listamenn 67 ára og eldri, sem hafa varið starfsævi sinni í þágu listarinnar. Frumvarpið gerir einnig ráð fyrir því að þeim mánaðarlegu starfslaunum sem árlega koma til úthlutunar í kerfinu verði fjölgað úr 1.600 í 2.850, eða um samtals 1.250 mánaðarlaun. Af fjölguninni renni 500 mánuðir til hinna nýju sjóða en hinir 750 dreifast á milli þeirra sjóða sem fyrir voru.

Mikilvægar tillögur

Fjöldi umsagna hefur borist við frumvarpsdrögin. Flestar eru þær frá listamönnum og samtökum þeirra og almennt er þessum tillögum vel tekið. T.d. segir í umsögn frá Bandalagi íslenskra listamanna að tillögurnar séu mikilvægar til að auka veg listsköpunar í landinu og bæta hag þeirra sem leggja listina fyrir sig.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert