Þingmenn vissu ekki um áætlanir Katrínar

Birgir Ármannsson, forseti Alþingis.
Birgir Ármannsson, forseti Alþingis. mbl.is/Kristinn Magnússon

Birgir Ármannsson, forseti Alþingis og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að þingmenn flokksins hafi ekki fengið frekari upplýsingar en aðrir landsmenn um að til hafi staðið hjá Katrínu Jakobsdóttur fráfarandi forsætisráðherra að bjóða sig fram til forseta.

„Við höfum bara fylgst með þeirri umræðu sem átti sér stað. Við fengum engin sérstök skilaboð þess efnis,“ segir Birgir.

Hann segir þó ljóst að svona breytingar muni koma til með að hafa áhrif á þingið.

„Þinghald verður óbreytt á mánudag samkvæmt dagskrá. Svo munu næstu dagar leiða ljós hvort þessi ákvörðun Katrínar muni breyta henni eitthvað,“ segir Birgir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert