Eldurinn kviknaði út frá eldavél

Slökkvilið og lögregla sinntu útkallinu á Seltjarnarnesi.
Slökkvilið og lögregla sinntu útkallinu á Seltjarnarnesi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Íbúi á Seltjarnarnesi var að steikja mat á pönnu þegar eldurinn kviknaði í dag. 

Fram kemur í dagbók lögreglu að eldurinn hafi kviknað út frá pönnu á eldavél. Engin slys urðu á fólki eins og fram kom fyrr í dag en íbúðin sem er í þriggja hæða fjölbýlishúsi er líklega nokkuð skemmd. 

Einnig var tilkynnt um eld í hverfi 105. Þegar slökkviliðið kom á vettvang reyndist ekki nauðsynlegt að slökkva eld heldur reykræsta íbúðina. 

Þar hafði kviknað í pítsakössum sem voru staðsettir ofan á eldavél.

Þar urðu heldur engin slys á fólki. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert