Jarðir á Álftanesi nýttu líka Löngusker

Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is

JARÐIR á Seltjarnarnesi og Álftanesi nytjuðu söl á Lönguskerjum. Þetta kemur fram í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns frá árinu 1703. Jarðabókin er grundvallarheimild um jarðir og jarðanytjar á Íslandi. Bæjaryfirvöld í þessum sveitarfélögum eiga samkvæmt þessu jafnan rétt til að skipuleggja nýtingu á Lönguskerjum. Að sögn Heimis Þorleifssonar sagnfræðings þarf tæpast um það að deila að Löngusker tilheyra ekki Reykjavík og alls ekki Kópavogi.

Upp hafa komið hugmyndir um að flytja innanlandsflug á Löngusker og hafa frambjóðendur Framsóknarflokksins til borgarstjórnar í Reykjavík m.a. kynnt hugmyndir sínar um slíkan flutning.

Í Morgunblaðinu í gær kom fram í viðtali við Jónmund Guðmarsson, bæjarstjóra á Seltjarnarnesi, að jarðir á Seltjarnarnesi hefðu nytjað Löngusker og Seltjarnarnes ætti því lögsögu á Lönguskerjum.

Löngusker eru skammt utan við Skildinganes, sem tilheyrir Reykjavík. Í jarðabókinni er hins vegar ekkert minnst á að bændur í Skildinganesi hafi átt rétt á að nýta söl í Lönguskerjum. Kópavogur er, líkt og Reykjavík, myndaður úr hinum forna Seltjarnarneshreppi, sem náði yfir allt Nesið, sem liggur á milli Kollafjarðar og Skerjafjarðar, og allt til fjalla. | 4

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »