Fundað um hugsanlegt meirihlutasamstarf í Reykjavík

Fulltrúar sjálfstæðismanna koma af fundi með frjálslyndum í gær.
Fulltrúar sjálfstæðismanna koma af fundi með frjálslyndum í gær. mbl.is/Eggert
Gert er ráð fyrir því að fulltrúar sjálfstæðismanna og frjálslyndra og óháðra í Reykjavík fundi aftur um tvö leytið í dag, vegna viðræðna um meirihlutasamstarf í borginni.

Eftir því sem mbl.is kemst næst verða á fundinum Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, Hanna Birna Kristjánsdóttir og Gísli Marteinn Baldursson af D-lista og Ólafur F. Magnússon og Margrét Sverrisdóttir af F-lista, frjálslyndra og óháðra.

Þessir aðilar funduðu einnig í gær vegna hugsanlegs meirihlutasamstarfs. Enn er allsendis óvíst hvenær niðurstaða fæst úr þessum viðræðum. Línur gætu þó eitthvað skýrst í dag.

mbl.is