15% sýna nýjum framboðum áhuga

15,1% svarenda í nýrri könnun Capacent-Gallup telur frekar líklegt eða mjög líklegt að það muni kjósa nýtt framboð sem ber vinnuheitið Íslandsflokkurinn og styður velferðar- og umhverfismál. Nánast sama hlutfall (14,9%) telur frekar eða mjög líklegt að það kjósi framboð eldri borgara og öryrkja. Liðlega 60% telja frekar eða mjög ólíklegt að þau kjósi slík framboð.

Könnunin var gerð 14.–20. mars en þá var Íslandshreyfingin ekki búin að kynna stefnu sína eða nafn og því er flokkurinn nefndur Íslandsflokkurinn í spurningu Capacent. Könnunin náði til 1.230 manna og var svarhlutfall 61,5%.

Aðeins hærra hlutfall kvenna segir koma til greina að kjósa þessi tvö framboð. Sömuleiðis er ungt fólk opnara fyrir því að kjósa þessi framboð. 32% fólks á aldrinum 18–29 ára segja líklegt að þau kjósi framboð eldri borgar og öryrkja, en 16,9% fólks á aldrinum 60–75 ára. 37,4% fólks á aldrinum 18–29 ára telja líklegt að þau kjósi Íslandsflokkinn. Kjósendur stjórnarflokkanna virðast hafa einna minnstan áhuga á að kjósa Íslandsflokkinn. 7–8% kjósenda stjórnarflokkanna töldu frekar eða mjög líklegt að þau myndu kjósa Íslandsflokkinn.

Kjósendur VG virtust einna líklegastir til að styðja Íslandsflokkinn, en 36,7% sögðust telja allt eins líklegt að þau myndu kjósa flokkinn. 31,3% óákveðinna nefndu Íslandsflokkinn og 20,8% kjósenda Samfylkingar töldu allt eins líklegt að þau myndu kjósa Íslandsflokkinn.

Framboð aldraðra og öryrkja virðist sömuleiðis sækja minnst fylgi inn í stjórnarflokkanna, en þó er hlutfallið hærra en hjá Íslandsflokknum, en 10–13% telja allt eins líklegt að þau kjósi flokkinn. Hæst er hlutfall kjósenda Frjálslyndra, um 32%, óákveðinna 29%, VG 23% og Samfylkingar 20%.

Hafa ber í huga að þegar búið er að brjóta úrtakið svona mikið niður verða vikmörk hærri, þ.e. óvissa verður meiri.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert