Steingrímur J: „Dæmigert fyrir ríkisstjórn í upplausn“

Steingrímur J. Sigfússon formaður VG.
Steingrímur J. Sigfússon formaður VG. mbl.is/Ómar

„Þetta er dæmigert fyrir ríkisstjórn í upplausn; í stað þess að formennirnir komi fram saman og tilkynni á yfirvegaðan hátt um breytingar á stjórninni og stofnunum stekkur einn ráðherrann fram. Hann setur með þessu þrýsting á Sjálfstæðisflokkinn og ég hugsa að eithvað stórt gerist í dag eða á morgun,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, við Fréttavef Morgunblaðsins í kjölfarafsagnar Björgvins G. Sigurðssonar í morgun.

Steingrímur segir Björgvin greinilega reyna að slá pólitískar keilur með afsögn sinni en hverjum manni sé ljóst að ríkisstjórnin eigi að segja af sér í heild sinni. „Ástandið er algjörlega óboðlegt,“ sagði Steingrímur. „Það að menn geri einhverjar breytingar eftir 110 daga, af því að þeir neyðast, sýnir að þeir eru búnir að missa tökin í þjóðfélaginu og munu ekki trúverðugleika á ný.“

Formaður VG segir formenn stjórnarflokkanna ekki hafa leyfi til þess að taka langan tíma í lífgunaraðgerðir á ríkisstjórninni. Ábyrgast væri að stjórnin færi frá í stað þess að þjóðin horfi upp á fullkomlega lamað þjóðfélag.

mbl.is

Bloggað um fréttina