Í Sjálfstæðisflokkinn á ný

Jón Magnússon.
Jón Magnússon.

„Ég lít þannig á að það standi fyrir dyrum verulegar breytingar í flokknum og vil gjarnan taka þátt í þeim,“ segir Jón Magnússon þingmaður, sem í gær tilkynnti að hann hefði gengið í Sjálfstæðisflokkinn.

Átján ár eru síðan Jón sagði sig úr flokknum eftir áratuga starf innan hans. Fyrir sex árum gekk hann svo til liðs við Nýtt afl og leiddi þann flokk. Nýtt afl sameinaðist svo Frjálslynda flokknum haustið 2006. Jón sagði sig nýverið úr Frjálslynda flokknum.

Jón segir aðspurður að á sig sé skorað að bjóða sig fram í prófkjörum fyrir kosningarnar í vor. Hann muni taka ákvörðun þar um eftir fund með stuðningsmönnum sínum í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »