Óljóst um þinglok

Oddvitar ríkisstjórnarflokkanna, Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra.
Oddvitar ríkisstjórnarflokkanna, Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra.

Fréttatilkynning

Enn er óljóst hvenær þingstörfum lýkur.  Ríkisstjórnin leggur áherslu á að ljúka sem flestum þeim málum, sem lögð hafa verið fram af hennar hálfu og snerti aðgerðir til að greiða úr brýnum vanda eða nauðsynlegar umbætur lýðræðismála. 

Fjallað var um stöðu þingmála á fundi ríkisstjórnarinnar í dag. Þar var einnig fjallað um skýrslu finnska bankasérfræðingsins, Kaarlos Jännäris, sem birt var í gær en í henni gerir Jännäri grein fyrir athugunum sínum á lagaumhverfi og framkvæmd fjármálaeftirlits hér á landi og leggur fram tillögur til úrbóta í átta liðum.

Ríkisstjórnin hefur ákveðið að skipa starfshóp til að vinna úr ábendingum hans svo hrinda megi skynsamlegum tillögum í framkvæmd sem fyrst. Hópurinn verður skipaður fulltrúum þriggja ráðuneyta og á að skila ríkisstjórn tillögum eigi siðar en 15. apríl. 

mbl.is

Bloggað um fréttina