Átta atkvæði milli Bjarna og Dofra

Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík . Með honum ...
Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík . Með honum er Eggert sonur hans á fyrsta ári. mbl.is/Ómar Óskarsson

Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn, hafnaði í fyrsta sæti í prófkjöri flokksins í Reykjavík. Oddný Sturludóttir er í öðru sæti listans og Björk Vilhelmsdóttir hafnaði í þriðja sæti í prófkjörinu. Þau eru öll sitjandi borgarfulltrúar fyrir Samfylkinguna.

Kosningaþátttaka var 34% þ.e. 2656 af þeim 7874 sem voru á kjörskrá greiddu atkvæði.

Lokaröð efstu manna:

1. Dagur B. Eggertsson með 2208 atkvæði í fyrsta sæti.
2. Oddný Sturludóttir með 959 atkvæði í fyrsta til annað sæti.
3. Björk Vilhelmsdóttir með 1051 atkvæði í fyrsta til þriðja sæti.
4. Hjálmar Sveinsson með  1037 atkvæði í fyrsta til fjórða sæti..
5. Bjarni Karlsson með 1238 atkvæði í fyrsta til sjötta sæti.
6. Dofri Hermannsson með 1448 atkvæði í fyrsta til fimmta sæti
7. Sigrún Elsa Smáradóttir með 1569atkvæði í fyrsta til sjöunda sæti.
8. Margrét K. Sverrisdóttir með 1477 atkvæði í fyrsta til áttunda sæti.

Dofra vantaði 8 atkvæði í viðbót til þess að ná 5. sætinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina