Nýr oddviti sjálfstæðismanna í Skagafirði

Jón Magnússon skipar 1. sætið á listanum.
Jón Magnússon skipar 1. sætið á listanum.

Jón Magnússon verkfræðingur er nýr oddviti sjálfstæðismanna í Skagafirði fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor, en listinn var samþykktur nýverið. Sigríður Svavarsdóttir framhaldsskólakennari er í öðru sæti og Gísli Sigurðsson framkvæmdastjóri í þriðja sæti.

Gísli hefur setið í sveitarstjórn á þessu kjörtímabili en ekki Jón og Sigríður. Fráfarandi oddviti sjálfstæðismanna, Páll Dagbjartsson skólastjóri, skipar 18. sætið eða heiðurssæti listans. Annars er listinn þannig skipaður:

1. Jón Magnússon, verkfræðingur
2. Sigríður Svavarsdóttir, framhaldsskólakennari
3. Gísli Sigurðsson, framkvæmdastjóri
4. Haraldur Þór Jóhannsson, bóndi
5. Guðný Axelsdóttir, skrifstofumaður
6. Jón Sigurðsson, sjálfstæður atvinnurekandi
7. Eybjörg Guðnadóttir, innheimtufulltrúi
8. Ásmundur Pálmason, framkvæmdastjóri
9. Atli Víðir Arason, nemi
10. Málfríður Haraldsdóttir, skrifstofustjóri
11. Gunnsteinn Björnsson, framkvæmdastjóri
12. Emma Sif Björnsdóttir, kennari
13. Arnljótur Bjarki Bergsson, sjávarútvegsfræðingur
14. Ingibjörg Sigurðardóttir, jógakennari
15. Ragnheiður Ásta Jóhannsdóttir, þroskaþjálfi
16. Björn Björnsson, fyrrv. skólastjóri
17. Sigríður Björnsdóttir, dýralæknir
18. Páll Dagbjartsson, skólastjóri.

mbl.is