Félagar í Framsóknarflokknum kusu ekki allir flokkinn

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði í Silfri Egils að það vekti athygli að flokkurinn hefði fengið færri atkvæði í Reykjavík en sem nemur skráðum félögum í flokknum þar.

Sagði hann að eftir áratuga átök innan flokksins í Reykjavík hafi hús hans verið orðið mjög laskað. Nú hefði kviknað í því og það brunnið til grunna og þá gæfist tækifæri til að byggja upp á ný.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert