Hægri-grænir stofna flokk

Guðmundur Franklín Jónsson, talsmaður Þjóðarhags,
Guðmundur Franklín Jónsson, talsmaður Þjóðarhags, mbl.is/Heiðar Kristjánsson

Hægri-grænir eru nýr stjórnmálaflokkur sem stofnaður var 17. júní síðastliðinn og leggur áherslu á hægri sinnaða umhverfisstefnu og leggur auk þess mikla áherslu á að Ísland dragi sig úr samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og ESB.Greint er frá þessu á Smugunni en formaður stjórnar flokksins er Guðmundur Franklín Jónsson, viðskiptafræðingur.

„Þú ert með græningjaflokk sem er til hægri. Það er fullt af fólki á hægri væng stjórnmálanna sem hafa mikinn áhuga á náttúruvernd. Það voru Sjálfstæðismenn sem stofnuðu Ferðafélag Íslands, Útivist og þar fram eftir götunum. Vilja njóta náttúrunnar og nýta hana. Algjörlega á móti ESB, AGS og Icesave,“ segir Guðmundur Franklín, í viðtali við Smuguna.

Hægri-grænir hyggja á framboð í fyllingu tímans en nú þegar er búið að stofna flokkinn löglega. Þau mál eru þó öll á frumstigi. „Og blessunin hún Jóhanna þarf nú að kalla fyrst til kosninga, en er ekki rétt að leyfa henni að minnsta kosti að njóta hveitibrauðsdagana fyrst," segir Guðmundur Franklín í sama viðtali.

Sjá nánar á Smugunni

mbl.is