Stefnir í mesta fylgi Framsóknar

„Það stefnir í að vera mesta fylgi sem við höfum haft - jafnvel áratugum saman. Svoleiðis að það er auðvitað mjög skemmtilegt,“ segir Sigumundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins. Aðspurður segir hann að líðanin í kvöld sé býsna góð.

„Fyrst og fremst er þetta áminning um mikilvægi þess að forgangsraða í samræmi við það sem við höfum talað fyrir í aðdraganda þessara kosninga. Koma til móts við heimili landsins, leysa þessi mál sem hafa beðið úrlausna núna hátt í fimm ár og sem betur fer eru tækifæri til þess. Vonandi fáum við möguleika á því að nýta þau tækifæri,“ segir Sigmundir Davíð.

Hann bætir við aðspurður að hann sé reiðbúinn til að takast á við stóru málin næstu fjögur árin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert