Eftirsjá að fólki sem yfirgefur flokkinn

Sigurður Ingi Jóhannsson.
Sigurður Ingi Jóhannsson. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir alltaf eftirsjá af fólki sem kýs að yfirgefa flokkinn og hefur unnið honum gott brautargengi. Þetta segir Sigurður Ingi á Facebook-síðu sinni.

„Það ætti hins vegar ekki að koma á óvart eftir þá atburðarás sem hefur átt sér stað sl ár. Það er slæmt að ekki greri um heilt milli okkar eftir formannskjörið í fyrra. 
Framsóknarfólk hefur á undanförnum árum unnið saman að brýnum hagsmunamálum þjóðarinnar og náð árangri - fyrir það vil ég þakka og vona að svo verði áfram,“ skrifar Sigurður Ingi.

 

mbl.is