Íslenska þjóðfylkingin býður ekki fram

Íslenska þjóðfylkingin hefur dregið alla fjóra framboðslista sína til baka.
Íslenska þjóðfylkingin hefur dregið alla fjóra framboðslista sína til baka.

Íslenska þjóðfylkingin mun ekki bjóða fram í alþingiskosningunum sem fram fara eftir tvær vikur. Flokkurinn hefur tilkynnt yfirkjörstjórnum að allir framboðslistar flokksins hafi verið dregnir til baka.

„Við fengum þessa afturköllun frá þeim í morgun. Við höfðum gert athugasemdir við meðmælendalistann,“ segir Erla S. Árnadóttir, formaður yfirkjörstjórnar í Reykjavíkurkjördæmi norður, í samtali við mbl.is. Athugasemdirnar snerust að því hvort um réttar undirskriftir væri að ræða.

Íslenska þjóðfylkingin skilaði inn framboðslistum í fjórum kjördæmum: Suðurkjördæmi, Suðvesturkjördæmi, Reykjavíkurkjördæmi norður og Reykjavíkurkjördæmi suður.

Frestur til að skila inn framboðslistum rann út á hádegi í gær. Undirskrift vantaði hjá einum frambjóðanda Íslensku þjóðfylkingarinnar á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður og fékk flokkurinn frest hjá yfir­kjör­stjórn kjördæmisins til klukk­an 18 í gær til að skila inn full­nægj­andi fram­boðslista. Nú hefur flokkurinn hins vegar dregið alla fjóra framboðslista sína til baka.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert