Viljum fylgja árangrinum eftir

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir að kosningarnar í haust snúist um að bæta almenn lífskjör fólks. Viðreisn þori að fara í kerfisbreytingar sem muni ýta undir almannahagsmuni. 

„Við ætlum okkur að lækka vexti, við ætlum að bæta enn frekar jafnrétti í landinu og við ætlum að leysa húsnæðisvandann, sérstaklega hjá ungu fólki,“ segir Þorgerður Katrín, en ítarlega er rætt við hana í Morgunblaðinu í dag.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. mbl.is/Golli

Þar rifjar Þorgerður meðal annars upp að hún fékk snemma áhuga á stjórnmálum, sem aldrei hafi slokknað. „En þessi pólitíski áhugi, það slokknar ekki á honum bara sisona, sérstaklega ekki þegar maður hefur haft jafnmikla ánægju af stjórnmálunum og ég hef gert í gegnum tíðina. Það er gott fólk í öllum flokkum sem er gefandi og maður fær líka mikinn kraft við að fara út á meðal fólks og ræða við það, fólk í mismunandi stöðum, mismunandi einstaklingar í mismunandi aðstæðum,“ segir Þorgerður Katrín.

Þá segir hún að íslensk stjórnmál séu nú að ganga í gegnum ákveðinn þroskaferil. „Þrátt að það sé að vissu leyti ákveðin óreiða bind ég vonir við það að til lengri tíma munum við læra á þessu og standa uppi með þroskaðri, gegnsærri og betri stjórnmál,“ segir Þorgerður Katrín í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert