Yfirlýsing Alþýðufylkingarinnar

Alþýðufylkingin.
Alþýðufylkingin.

Alþýðufylkingin lýsir yfir megnustu vanþóknun á þeirri mismunun sem framboðið hefur orðið fyrir af hálfu bæði fjölmiðla og félagasamtaka. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem stjórnmálaflokkurinn hefur sent frá sér.

„Við höfnum þeim viðbárum að ekki taki því að hlusta á flokka sem mælast með lítið fylgi í skoðanakönnunum; þvert á móti stuðlar það að því að útiloka flokka á borð við Alþýðufylkinguna, á fundum og í fjölmiðlaumfjöllun, einmitt að því að boðskapur flokksins fái ekki tilhlýðilega athygli og kjósendur eigi því erfiðara með að mynda sér skoðun á honum.

Nú tekur steininn úr: RÚV hefur ákveðið að banna Alþýðufylkingunni að taka þátt í síðari leiðtogaumræðu í sjónvarpi, án þess að neinnar málefnalegrar ástæðu sé getið. Þessi þáttur er kvöldið fyrir kosningar og er trúlega sá einstaki útsendingarliður kosningaumfjöllunarinnar sem skiptir mestu um úrslit kosninganna. Að banna okkur þátttöku er gróf aðför að lýðræðislegu framboði. Um leið er það aðför að sjálfu lýðræðinu í landinu, þar sem það hlýtur að vera ein af forsendum lýðræðisins að kjósendur geti jafnauðveldlega myndað sér skoðun á boðskap þeirra flokka sem bjóða fram!“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert