Guðni ræðir við aðra formenn

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, á Bessastöðum.
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, á Bessastöðum. mbl.is/Hari

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, segist ætla að ræða við formenn og fulltrúa þeirra flokka sem eiga sæti á Alþingi og kanna hug þeirra til annarra möguleika á myndun ríkisstjórnar, eftir að Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, skilaði stjórnarmyndunarumboðinu á Bessastöðum í dag.

Þar greindi hún Guðna frá því að viðræðum um myndun ríkisstjórnar Vinstri grænna, Framsóknarflokks, Pírata og Samfylkingar hafi verið slitið þar sem auðsýnt hafi verið að þær myndu ekki skila árangri.

„Ég mun nú ræða við formenn og fulltrúa þeirra flokka sem eiga sæti á Alþingi og kanna hug þeirra til annarra möguleika á myndun ríkisstjórnar. Sömuleiðis er þess að vænta að þeir ræði sín á milli um vænleg skref í þeim efnum. Að því loknu má vænta næstu skrefa í stjórnarmyndunarviðræðum,“ segir í yfirlýsingu frá forsetanum.

mbl.is

Bloggað um fréttina