Elín stefnir á 2. sæti í VG

Elín Oddný Sigurðardóttir gefur kost á sér í 2. sæti …
Elín Oddný Sigurðardóttir gefur kost á sér í 2. sæti forvali Vinstri grænna í Reykjavík til borgarstjórnarkosninga. Ljósmynd/Aðsend

Elín Oddný Sigurðardóttir gefur kost á sér í 2. sæti forvali Vinstri grænna í Reykjavík til  borgarstjórnarkosninga sem fram fer 24. febrúar. Elín hefur lengi verið virk í starfi VG, bæði í Reykjavík og á landsvísu og frá árinu 2015 hefur hún verið ritari flokksins.  

Elín er 39 ára gömul og er búsett í Háaleitishverfi ásamt eiginmanni sínum Haraldi Vigni Sveinbjörnssyni tónlistarmanni og börnunum þeirra, Heklu Björt og Huga Frey. Elín er með meistaragráðu í félags- og kynjafræði frá Háskólanum í Lundi, Svíþjóð, og hefur lengst af starfað við starfsendurhæfingu, ráðgjöf og kennslu. Hún  

Undanfarið kjörtímabil hefur Elín gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir borgarstjórnarflokk VG og hreyfinguna í heild. Í upphafi kjörtímabils var hún fulltrúi í menningar- og ferðamálaráði ásamt velferðarráði en frá haustinu 2016 hefur Elín verið varaborgarfulltrúi Vinstri grænna. Hún starfar nú sem formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar og formaður mannréttindaráðs. 

„Velferðarmálin eru mér hugleikin sem og mannréttindi fólks í víðum skilningi. Kvenfrelsi, félagslegt réttlæti og náttúruvernd í borg eru allt mikilvæg málefni sem eiga erindi við okkur öll.“ Þetta kemur meðal annars fram í tilkynningu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert