Guðrún Ögmundsdóttir í framboð

Guðrún Ögmundsdóttir.
Guðrún Ögmundsdóttir. mbl.is/Þorvaldur Örn Kristmundsson

Guðrún Ögmundsdóttir, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, hyggst gefa kost á sér í forvali flokksins í Reykjavík 10. febrúar vegna borgarstjórnarkosninganna í vor.

Guðrún segist stefna í 5.-8. sæti í forvalinu í samtali við mbl.is. „Ég ætla nú frekar að gefa kost á mér frekar neðarlega, í baráttusæti, en í framvarðarsveit. Mínum verkefnum í ráðuneytinu lýkur núna í kringum áramótin og ég hef fengið mikið af áskorunum. Þannig að ég bæði lét utan en líka vegna þess að mig langaði. En svo sjáum við bara hvernig fer.“

Guðrún segist aðspurð telja að hún telji sig vera fulltrúi ýmissa radda sem vanti í borgarstjórn. „Þannig að ég get kannski lagt eitthvað af mörkum í góðri brúarsmíði.“ Guðrún sat á þingi frá 1999-2007 og var áður borgarfulltrúi um árabil.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert