Flokksráð VG fundar á morgun

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. mbl.is/Eggert

Flokksráð Vinstri grænna verður haldið á morgun á Grand hóteli í Reykjavík, en þar verður lögð áhersla á sveitarstjórnarkosningarnar fram undan. Þá mun Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður flokksins, ávarpa fundinn.

Hún ásamt þeim Svandísi Svavarsdóttur og Guðmundi Inga Guðbrandssyni, ráðherrum flokksins, munu svo sitja í pallborði og svara spurningum fundargesta. 

Fundurinn allur er opinn félögum í Vinstri hreyfingunni – grænu framboði, en aðeins flokksráðsfulltrúar hafa atkvæðisrétt.

Nokkrar ályktanir sem varða sveitarstjórnarstigið liggja fyrir fundinum, auk ályktunar um eftirfylgni „Metoo“ og  um siðareglur í stjórnmálum. Gert er ráð fyrir að á annað hundrað manns muni sækja fundinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert