Listi Sjálfstæðisflokks á Akureyri samþykktur

Gunnar Gíslason, oddviti Sjálfstæðisflokks á Akureyri.
Gunnar Gíslason, oddviti Sjálfstæðisflokks á Akureyri. Ljósmynd/Daníel Starrason

Listi Sjálfstæðisflokksins á Akureyri fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar í vor var samþykktur á fundi fulltrúaráðs flokksins í kvöld. Kjörnefnd lagði fram tillögu um uppröðun á lista sem var samþykkt í heild sinni.

Gunnar Gíslason, bæjarfulltrúi, mun skipa fyrsta sæti listans, en hann hafði betur gegn Axeli Darra Þórhallssyni í kosningum um oddvitasætið sem fram fóru í byrjun febrúar. Þetta verður annað kjör­tíma­bilið sem Gunn­ar leiðir list­ann. Axel mun skipa 14. sæti lista flokksins.

Listann skipa:

  1. Gunnar Gíslason, bæjarfulltrúi
  2. Eva Hrund Einarsdóttir, bæjarfulltrúi
  3. Þórhallur Jónsson, verslunarmaður
  4. Lára Halldóra Eiríksdóttir, grunnskólakennari
  5. Berglind Ósk Guðmundsdóttir, laganemi
  6. Þórhallur Harðarson, mannauðsstjóri
  7. Elías Gunnar Þorbjörnsson, skólastjóri
  8. Þórunn Sif Harðardóttir, starfsmannastjóri
  9. Sigurjón Jóhannesson, rafmagnsverkfræðingur
  10. Marsilía Sigurðardóttir, fjármálastjóri
  11. Kristján Blær Sigurðsson, framhaldsskólanemi
  12. Guðný Friðriksdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar
  13. Björn Ómar Sigurðsson, byggingarverktaki
  14. Axel Darri Þórhallsson, viðskiptafræðinemi
  15. Heiðdís Austfjörð, förðunarmeistari
  16. Guðmundur Þ. Jónsson, skipstjóri
  17. Svava Þ. Hjaltalín, grunnskólakennari
  18. Jens K. Guðmundsson, læknir
  19. Aron Elí Gíslason, framhaldsskólanemi
  20. Erla Björnsdóttir, verkefnastjóri og hjúkrunarfræðingur
  21. Elín Margrét Hallgrímsdóttir, símenntunarstjóri og fv. bæjarfulltrúi
  22. Þóra Ákadóttir, hjúkrunarfræðingur og fv. bæjarfulltrúi
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert