Fjórir flokkar bjóða fram saman í Garðabæ

Útsýni yfir Garðabæ.
Útsýni yfir Garðabæ. mbl.is/Ómar Óskarsson

Viðreisn, Björt Framtíð, Vinstri græn og Samfylkingin munu bjóða fram sameiginlegan lista í Garðabæ í sveitarstjórnarkosningunum sem fara fram í lok maí.

Rúv greindi fyrst frá málinu en þar kemur fram að fulltrúar flokkanna hafi átt í viðræðum vegna þessa í rúman mánuð.

„Við erum að leggja lokahönd á röðun á listann og stefnum á að birta hann í heild sinni í vikunni,“ segir Sara Dögg Svanhildardóttir, fulltrúi Viðreisnar, í samtali við mbl.is.

„Mér líst fjári vel á, þetta verður hörku listi,“ bætir Sara Dögg við.

mbl.is