Rannveig sækist eftir 1. sæti hjá Pírötum

Rannveig sækist eftir 1. sæti á lista Pírata í Reykjavík
Rannveig sækist eftir 1. sæti á lista Pírata í Reykjavík Ljósmynd/Rannveig Ernudóttir

Rannveig Ernudóttir sækist eftir fyrsta sæti á lista Pírata í Reykjavík fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Rannveig hefur starfað í fleiri ár innan Pírataflokksins og er formaður framkvæmdaráðs Pírata, en hún hefur áður gegnt embætti varaformanns og ritara ráðsins. Hún var í þriðja sæti á framboðslista Pírata í Norðvesturkjördæmi fyrir Alþingiskosningarnar 2017.

Í tilkynningu segir Rannveig helstu baráttumál sín vera borgararéttindi, lækkun kosningaaldurs, styttingu vinnuvikunnar, bættum dagvistunarmálum, lengra og hærra fæðingarorlof, afnám heimavinnu í grunnskólum, félagsstarf eldri borgara og plastlaust Ísland.

mbl.is